Erlent

27 látnir og lögreglu grunar íkveikju

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að minnsta kosti 27 létust í eldsvoðanum.
Að minnsta kosti 27 létust í eldsvoðanum. epa/Jiji Press

Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði.

Eldurinn kom upp á fjórðu hæð byggingarinnar og börðust slökkviliðsmenn við eldinn í um hálfa klukkustund. 

Allir hinna látnu voru staddir á einhversskonar læknastofu þegar eldurinn kviknaði og komust ekki út, þrátt fyrir að eldurinn hafi aðeins brunnið á litlu svæði, eða á um tuttugu fermetrum. 

Árið 2019 létust 36 í japönsku borginni Kyoto þegar maður kveikti viljandi í kvikmyndaveri í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×