Viðskipti erlent

Elon Musk ekki lengur ríkastur

Atli Ísleifsson skrifar
Elon Musk ákvað á dögunum að fjárfesta í Bitcoin.
Elon Musk ákvað á dögunum að fjárfesta í Bitcoin. EPA/ALEXANDER BECHER

Elon Musk, eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, er ekki lengur ríkasti maður jarðar, en hlutabréf í Tesla hafa lækkað töluvert að undanförnu.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hlutabréfaverð í fyrirtækinu hafi lækkað um rúm 20 prósent frá því í janúar þegar það fór hæst í 880 dollara á hlut.

Hlutabréfin tóku síðan skarpa dýfu í vikunni eftir að Musk skýrði frá því að hann hefði sett einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala í rafmyntina Bitcoin.

Verð á Bitcoin hækkaði mikið eftir tilkynningu Musk en lækkaði síðan hratt aftur, þótt það sé enn verðmeira en þegar Musk ákvað að fjárfesta. Þetta virðist þó hafa haft þau áhrif að fjárfestar hafi ákveðið að selja í Tesla.

Jeff Bezos hefur því náð toppsætinu að nýju yfir ríkasta fólk jarðar, en hann er eigandi Amazon smásölurisans.


Tengdar fréttir

Musk tekur fram úr Bezos

Eignir frumkvöðulsins Elon Musk eru nú metnar á yfir 185 milljarða Bandaríkjadala og er hann því orðinn ríkasti maður heims. Jeff Bezos, stofnandi Amazon, hafði áður trónað á toppnum frá árinu 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×