Viðskipti erlent

Laura Ashley á leið í þrot

Atli Ísleifsson skrifar
Verslun Laura Ashley á Oxford-stræti í London.
Verslun Laura Ashley á Oxford-stræti í London. Getty

Breska húsgagna- og heimilisvörukeðjan Laura Ashley virðist ætla að verða fyrsta stóra smásölukeðja Bretlands sem fer í þrot á tímum útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sky News segir frá því að 2.700 störf séu í hættu, en í yfirlýsingu frá félaginu segir að sótt hafi verið um að skiptastjóri verði skipaður.

Um síðustu helgi var greint frá því að fyrirtækið ætti í miklum rekstrarerfiðleikum.

Í yfirlýsingunni segir að sala hafi dregist verulega saman eftir að útbreiðsla kórónuveirunnar hófst fyrir alvöru í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×