Erlent

Chavez bannar þjóðinni að syngja í sturtu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hugo Chavez.
Hugo Chavez.

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvatti þjóð sína í sjónvarpsávarpi til að hætta tafarlaust að syngja í sturtu. Vegna skorts á vatni í landinu verði fólk nú að takmarka sturtuna við þrjár mínútur og söngur geri ekkert annað en að lengja tímann í sturtunni. Chavez segist sjálfur hafa tekið tímann á því hvað eðlileg sturta taki langan tíma og það séu þrjár mínútur. Venesúelabúar hafa einnig fengið að finna töluvert fyrir rafmagnsleysi undanfarið en þeir nota vatnsvirkjanir til rafmagnsframleiðslu. Eftir að veðurfyrirbrigðið El Niño gekk yfir landið hefur nánast ekkert rignt þar og vatnsborð El Guri-uppistöðulónsins hefur sjaldan verið lægra, en ein stærsta stífla heims heldur því uppi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×