Erlent

63 myrtir á þremur dögum

Uppreisnarmenn í norðausturhluta Indlands hafa myrt 63 óbreytta borgara í árásum síðustu þrjá daga. Síðustu til að vera myrtir voru sex íbúar þorpsins Gelapykhuri sem uppreisnarmenn vöktu í gærmorgun, drógu fram úr rúmum sínum og skutu til bana. 57 manns létu lífið í sprengjuárásum um helgina. Þá réðust uppreisnarmenn á lestarstöð, plantekru og markaðstorg. Yfirvöld segja þó að þetta verði ekki til að þau láti af tilraunum til samningaviðræðna við uppreisnarmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×