Fleiri fréttir

Rekstrartap Valitors jókst um milljarð

EBITDA-hagnaður Valitors Holding var neikvæður um 650 milljónir króna í fyrra. Forsvarsmenn kortafyrirtækisins gera ráð fyrir að reksturinn verði arðbær innan fimm ára. Viðskiptum félagsins við stærsta samstarfsaðila sinn, bandaríska fyrirtækið Stripe, verður hætt á þessu ári. Miklar fjárfestingar eru í pípunum.

Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun

Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017.

Hærri launakostnaður Icelandair áhyggjuefni

Launakostnaður Icelandair Group nam 113 milljónum dala, sem jafngildir um 11,4 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins og hækkaði um 31 prósent á milli ára.

Ætla að keppa við YouTube

Disney-samsteypan tilkynnti í gær að fyrirtækið myndi setja í loftið nýja og gjaldfrjálsa myndbandaveitu í sumar.

Spá minnkandi iPhone-sölu

iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda.

Sögufrægur gítarframleiðandi í þrot

Lánveitendur hins sögufræga bandaríska gítarframleiðanda Gibson hafa tekið yfir fyrirtækið eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjalþrotameðferðar.

Spáir betri kjörum og spennandi bankakerfi

Breytingum sem eru að verða í bankakerfinu hefur verið líkt við breytingar sem urðu á fjarskiptamarkaði fyrir 20 árum. Forstjóri Meniga spáir því að neytendur muni hagnast; verð muni lækka og þjónustan batna með nýrri tilskipun frá Evrópusambandi.

Atlantsolía lofar lægsta eldsneytisverði Íslands

Atlantsolía segir nágrönnum sínum í Costco stríð á hendur á stöð sinni í Kaplakrika. Afnema alla afslætti, krefjast engra meðlimakorta eða skráningar og lækka lítraverð á bensíni og dísil umtalsvert.

Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook

Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook.

T-Mobile og Sprint í eina sæng

Bandaríski fjarskiptarisinn T-Mobile hefur samþykkt að festa kaup á einum helsta keppinauti sínum, fjarskiptafyrirtækinu Sprint, fyrir um 26 milljarða bandaríkjadala.

Risasamruni í Bretlandi

Yfirvofandi samruni dagvörukeðjanna Sainsbury's og Asda vekur mikla athygli þar í landi.

Ekki sátt um tillögu Haga

Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi ekki sýnt fram á í nýrri samrunatilkynningu að þar sé leyst úr öllum samkeppnislegum vandamálum sem leiði af samruna Haga við Olís og fasteignafélagið DGV.

Harpa stendur aðeins betur

Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi.

Segir reynt að útrýma samkeppni

Stjórnarformaður Gray Line á Íslandi vill meina að svo virðist sem hluthafar Bláa lónsins hafi sammælst um að reyna að losa sig við samkeppni.

Kynna flug til Asíu í næsta mánuði

Skúli segir að vöxtur Wow air á næstu árum verði fyrst og fremst í Asíuflugi og að flugfloti félagsins gæti tvöfaldast á næstu árum.

Harpa tapað 3.400 milljónum

Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins.

Íslenskar bækur verða í nýju hljóðbóka-appi

Forlagið gefur í dag út hljóðbókar-app. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segist vonast til þess að sem allra flestar bækur annarra útgefanda verði aðgengilegar í appinu. Hægt verður að kaupa stakar bækur.

Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira

Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði.

Yfirframleiðandi segir skilið við CCP

Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní.

Treyjusalar græddu vel á EM-ævintýri Íslands

Tekjur jukust um hundruð milljóna og hagnaður margfaldaðist hjá söluaðilum íslenska landsliðsbúningsins árið 2016. Urðu af tekjum vegna kaupa á eftirlíkingum sem aftur eru farnar að streyma til landsins í aðdraganda HM í sumar.

Sigurður Gísli fluttur heim og vill byltingu í umhverfismálum

Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður og stjórnarformaður IKEA segir þörf á viðhorfsbyltingu í umhverfismálum í anda #metoo. Hann segir að tími stórra virkjana sé liðinn en hann stendur fyrir ráðstefnu um byggðaþróun og umhverfismál á morgun.

„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“

Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands.

Bækur eftir karla dýrari

Hærra verð er sett á bækur sem karlar hafa skrifað en á bækur kvenkyns rithöfunda.

Hópuppsagnir hjá Novomatic

Átján starfsmönnum sagt upp í vikunni. Hanna hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí. Fyrirséð að framtíðartekjur fyrirtækisins verða ekki jafn háar og gert var ráð fyrir. Novomatic LS keypti Betware árið 2013.

Sjá næstu 50 fréttir