Viðskipti innlent

Gylfi Magnússon nýr formaður bankaráðs Seðlabankans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gylfi Magnússon er nýr formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Gylfi Magnússon er nýr formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags-og viðskiptaráðherra, sem formann bankaráðs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum en ráðið hefur jafnframt kosið Þórunni Guðmundsdóttur, hæstaréttarlögmann, varaformann.

Aðrir sem sæti eiga í ráðinu eru þau Sigurður Kári Kristjánsson, Frosti Sigurjónsson, Bolli Héðinsson, Una Marín Óskarsdóttir og Jacqueline Clare Mallet.

Þá eru varafulltrúar í ráðinu þau Þórlindur Kjartansson, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, Hildur Traustadóttir, Vilborg Hansen, Kristín Thoroddsen, Ólafur Margeirsson og Bára Valdís Ármannsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×