Viðskipti erlent

Bækur eftir karla dýrari

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Meðalverð bóka í Bandaríkjunum er 45 prósentum lægra ef höfundurinn er kona.
Meðalverð bóka í Bandaríkjunum er 45 prósentum lægra ef höfundurinn er kona. VÍSIR/EYÞÓR
Hærra verð er sett á bækur sem karlar hafa skrifað en á bækur kvenkyns rithöfunda.

Þetta er niðurstaða könnunar á söluverði rúmlega tveggja milljóna bandarískra bókartitla á árunum 2002 til 2012. Greint er frá könnuninni í vísindaritinu Plos One. 

Könnunin leiddi í ljós að meðalverð bókar eftir konu er 45 prósentum lægra en meðalverð bókar eftir karl. Margir þættir eru sagðir skýra verð­ muninn en helsti þátturinn er tegund bókmenntanna.

Fleiri konur skrifa rómana heldur en karlar. Slíkar bækur eru ekki verðlagðar jafnhátt og aðrar. En þegar tekið hefur verið tillit til slíkra þátta er verðmunurinn samt níu prósent






Fleiri fréttir

Sjá meira


×