Viðskipti innlent

Ekki sátt um tillögu Haga

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Finnur Árnason er forstjóri Haga.
Finnur Árnason er forstjóri Haga. Vísir/eyþór
Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi ekki sýnt fram á í nýrri samrunatilkynningu að þar sé leyst úr öllum samkeppnislegum vandamálum sem leiði af samruna Haga við Olís og fasteignafélagið DGV. Því sé ekki hægt að fallast á tillögu Haga að sátt vegna málsins.

„Hagar vinna nú að því að koma athugasemdum við frummatið á framfæri og eftir atvikum veita Samkeppniseftirlitinu frekari upplýsingar með það að markmiði að ná sátt um samrunann. Málinu getur því enn lokið með setningu skilyrða fyrir samrunanum eða ógildingu hans,“ segir í tilkynningu um málið frá Högum. Minnt er á að viðskiptin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.




Tengdar fréttir

Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×