Viðskipti erlent

Whatsapp hækkar aldurstakmarkið í Evrópu í 16 ár

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Whatsapp er vinsælt meðal evrópskra ungmenna og er ráðandi samskiptaforrit í mörgum ríkjum.
Whatsapp er vinsælt meðal evrópskra ungmenna og er ráðandi samskiptaforrit í mörgum ríkjum. Vísir/AFP

Whatsapp varð í dag eitt af fyrstu samskipta- og tæknifyrirtækjunum til að uppfylla alveg skilyrði nýrrar persónuverndarlöggjafar í Evrópu (GDPR) sem tekur gildi eftir mánuð.

Whatsapp, sem er í eigu Facebook, hefur 1,5 milljarða notenda á heimsvísu. Forritið nýtur mikilla vinsælda í öðrum ríkjum Evrópu en hefur ekki náð sömu útbreiðslu hér á landi.  

Mörg tæknifyrirtæki eru nú í kapphlaupi við tímann við að uppfylla skilyrði GDPR (General Data Protection Regulation) löggjafarinnar sem tekur gildi alls staðar á innri markaði Evrópu og EES eftir um það bil mánuð. 

Nýja persónuverndarlöggjöfin bannar miðlun persónuupplýsinga hjá ungmennum undir 16 ára nema foreldrar eða forráðamenn viðkomandi hafi veitt sérstakt samþykki. Hins vegar munu einstök ríki Evrópusambandsins og EES geta stjórnar aldurstakmarkinu sjálf hjá ungmennum á aldrinum 13-16 ára. 

Facebook greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið myndi biðja notendur undir 16 ára um að afla samþykkis frá foreldri eða forráðamanni til að geta notað miðilinn áfram að því er fram kemur í Financial Times. 

Án samþykkis forráðamanns verður ekki hægt að beina auglýsingum að notendum á aldrinum 13-15 ára. Þá mega notendur á þessum aldri ekki heldur greina frá stjórnmála- eða trúarskoðunum sínum á síðunni sinni á Facebook. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.