Viðskipti innlent

Áfrýja máli um persónuvernd

Max Schrems er menntaður lögfræðingur.
Max Schrems er menntaður lögfræðingur. Vísir/Getty
Facebook vill frest til að áfrýja máli sem aktívistinn Max Schrems höfðaði gegn fyrirtækinu á Írlandi. Málið snýst um flutninga á gögnum fyrirtækisins um notendur Facebook frá Írlandi til Bandaríkjanna. Með þeim kemst Facebook fram hjá nýrri Evrópulöggjöf um persónuleg gögn.

Dómari á Írlandi skaut málinu til Evrópudómstólsins. Í gær fór lögmaður Facebook fram á að því yrði frestað svo hæstiréttur gæti tekið ákvörðun um hvort Facebook væri heimilt að áfrýja úrskurði dómara.

Facebook flytur nú upplýsingar um milljónir notenda á hverjum degi til Bandaríkjanna. Vestan hafs eru lög um meðferð persónulegra gagna ekki jafn ströng og hin nýja Evrópulöggjöf.




Tengdar fréttir

Fólk geti skoðað innistæður í bönkum í gegn um Facebook

Því er spáð að tekjumódel banka muni gerbreytast við innleiðingu á nýrri Evróputilskipun. Samkeppni muni aukast mikið á markaðnum. Hugsanlegt að viðskiptavinir muni geta nálgast upplýsingar um bankainnistæður sínar á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×