Viðskipti erlent

Risasamruni í Bretlandi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Salisbury og Asda eru risar á smávörumarkaði í Bretlandi.
Salisbury og Asda eru risar á smávörumarkaði í Bretlandi. Vísir/Getty

Yfirvofandi samruni dagvörukeðjanna Sainsbury’s og Asda vekur mikla athygli þar í landi. Samkvæmt BBC gæti verið um að ræða viðskipti upp á tíu milljarða punda, jafnvirði 1.400 milljarða króna.

Stjórnmálamenn undirstrika að samkeppnisyfirvöld verði að skoða samrunann ofan í kjölinn. Saman myndu Sainsbury’s og Asda vera með um 2.800 verslanir sem hefðu 31,4 prósent af breska dagvörumarkaðnum.

Talið er að báðum nöfnunum verði haldið ef af samruna verður. Samruninn yrði sá stærsti í smásölugeiranum í Bretlandi frá því Morrisons yfirtók Safeway árið 2004.

„Samkeppnisrannsóknin verður að snúast um viðskiptavinina,“ sagðir sir Vince Cable, leiðtogi Frjálsra demókrata, við BBC.

Eigandi Asda er bandaríska fyrirtækið Walmart.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.