Viðskipti innlent

Norski seðlabankinn gefur út lag til að kynna nýja „þorskaseðilinn“

Atli Ísleifsson skrifar
Norðmenn fá nýja seðla í hendurnar á morgun.
Norðmenn fá nýja seðla í hendurnar á morgun.
Norski seðlabankinn birti í síðustu viku myndband þar sem hitað er upp fyrir komu nýja 200 króna seðilsins sem fer í umferð á morgun, þriðjudag. Til stendur að skipta út öllum norsku seðlunum á næstu árum.

Í myndbandinu er sungið um þorskinn sem prýðir aðra hlið 200 krónu seðilsins, en auk hans fer nýi 100 krónu seðillinn í umferð á morgun.

Lagið sem um ræðir er „Torsken kommer“ sem grínistarnir Knut Lystad, Lars Mjøen og Trond Kirkvaag (KLM) gáfu upprunalega út árið 1980.

Seðlabankinn fékk grínistana Knut Lystad, Lars Mjøen og Jon Niklas Rønning til að syngja nýju útgáfuna – „Torsken kommer II - Torske kroner nå“.

Sjá má myndbandið að neðan.

Þemað á nýju seðlunum er hafið og segir seðlabankastjórinn Øystein Olsen að seðlarnir verði öruggir og erfiðir að falsa.

Nýju 50 og 500 krónu seðlarnir verða teknir í umferð á þriðja ársfjórðungi 2018 og nýi 1000 krónu seðillinn á fjórða ársfjórðundi 2019.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×