Viðskipti innlent

Keppinautar Costco lækka í Kauphöllinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Margir hafa litið við í Costco í Kauptúni undanfarna daga.
Margir hafa litið við í Costco í Kauptúni undanfarna daga. Vísir/ernir
Hagar, N1 og Skeljungur hafa öll lækkað um rúmlega 2 prósent í Kauphöllinni það sem af er degi. Hagar þeirra mest, eða um 2,96% í 348 milljóna króna viðskiptum, því næst N1 um 2,69% í 115 milljón króna viðskiptum og Skeljungur hefur lækkað um 2,56% í 59 milljón króna viðskiptum í morgun.

Félögin þrjú hafa lækkað umtalsvert á síðustu vikum og hefur lækkunin verið rakin beint til innkomu Costco á dagvöru- og eldsneytismarkaðinn.

Sjá einnig: Stefnir í rauðan dag í Kauphöllinni

Tugþúsundir Íslendinga hafa lagt leið sína í verslunina allt frá opnuninni síðastliðinn þriðjudag. Meðlimir eru nú orðnir rúmlega 50 þúsund og álíka fjöldi ræðir um kostakaup og vöruúrval verslunarinnar í virkasta Facebookhóp landsins, Keypt í Costco ísl. - Myndir og verð.

Costco hefur einnig boðið bensínlítrann á 169 krónur og lítrann af díesel á rúma 161 krónu sem er umtalsvert lægra verð en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu - t.a.m. þeirra í eigu N1 og Skeljungs þar sem algengt verð á bensíni er á bilinu 195-197 krónur fyrir lítrann og verðið á dísellítranum er um 184 krónur.

Sjá einnig: Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco

Icelandair og Eimskip hafa að sama skapi lækkað í morgun, en þó minna en fyrrnefndu félögin þrjú. Virði bréfa í Icelandair hefur lækkað um 1,89% í 61 milljón króna viðskiptum og Eimskip lækkað um 0,76% í viðskiptum upp á 147 milljónir króna. 


Tengdar fréttir

Bónus fylgist grannt með Costco

„Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni.

Íslendingar ofuráhugasamir um verðlagninguna í Costco

Bandaríski verslunarrisinn Costco opnaði vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ fyrir þremur dögum. Síðan þá hefur verslunin nánast veru full og ríkir algjört Costco-æði á landinu um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×