Viðskipti erlent

900 milljarðar í skattaskjólum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Rannsakendur studdust við gögn frá HSBC-bankanum.
Rannsakendur studdust við gögn frá HSBC-bankanum. vísir/afp
320 ríkustu fjölskyldurnar í Danmörku hafa falið 60 milljarða danskra króna eða um 900 milljarða íslenskra króna í skattaskjólum. Þetta er mat sérfræðinga við Kaupmannahafnarháskóla, Berkeley-háskólann í Bandaríkjunum og NMBU-háskólann í Noregi.

Sérfræðingarnir rannsökuðu gögn frá HSBC-bankanum í Sviss sem lekið var fyrir nokkrum árum auk Panamaskjalanna og báru þau saman við upplýsingar frá skattayfirvöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×