Viðskipti innlent

Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa

Snærós Sindradóttir skrifar
Íbúðirnar þrjár voru í fullri útleigu hjá Airbnb.
Íbúðirnar þrjár voru í fullri útleigu hjá Airbnb. vísir/anton brink
Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. Fjölskipaður dómur kemur til með að taka afstöðu til þess hvort þeim sem leigja út íbúðir á Airbnb í fjölbýlishúsum beri að fá samþykki húsfélags fyrir útleigunni. Málflutningur fer fram á miðvikudag.

Í apríl á síðasta ári dæmdi héraðsdómur á þá leið að hjónum, sem leigðu þrjár íbúðir út í fjölbýlishúsum í Skuggahverfi við Vatnsstíg, bæri að fá samþykki íbúa í öllum íbúðum húsanna fyrir leigunni. Íbúðirnar eru ríflega sjötíu talsins.

„Þetta er mjög fordæmisgefandi mál þar sem er í raun tekist á um allan pakkann. Það er tekist á um hvort um sé að ræða atvinnustarfsemi í skilningi laganna,“ segir Valtýr Sigurðsson lögmaður sem fer með mál hjónanna. Valtýr segir að fari svo að dæmt verði húsfélaginu í vil komi málið til með að hafa áhrif á heimild allra Airbnb-gestgjafa í fjölbýlishúsum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×