Viðskipti innlent

Ísland fyrirferðarmikið í auglýsingum fyrir nýjan síma frá skapara Android

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ísland er í aðalhlutverki
Ísland er í aðalhlutverki Mynd/Essential
Ísland er í aðalhlutverki í kynningarefni fyrir glænýjan síma sem Andy Rubin, maðurinn sem skapaði Android-stýrikerfið, hefur gefið út. Síminn er settur til höfuðs símum frá Apple og Samsung, sem og öðrum símum.

Síminn var kynntur á dögunum og nefnist hann Essential. Hann er glæsilegur á að líta og nær skjárinn yfir alla framhlið símans, að undanskildum smá hluta efst þar sem skilið er eftir pláss fyrir myndavél.

Rubin, sem starfaði fyrir Google, yfirgaf fyrirtækið árið 2014 til þess að stofna Playground, fyrirtæki sem fjárfestir í tæknifyrirtækjum. Essential er eitt af þeim fyrirtækjum sem Playground fjármagnar.

Síminn er gerður úr títaníum og er því haldið fram að þar af leiðandi sé hann harðgerðari en aðrir símar og þoli betur högg og aðrar skrámur. Síminn er aðeins fáanlegur í Bandaríkjunum, enn sem komið er og mun kosta 699 dollara, um 70 þúsund krónur. Notast hann við Android-stýrikerfið.

Íslenskt landslag er afar fyrirferðarmikið í öllu kynningarefni símans og má þar meðal annars sjá myndir teknar á Stokknesi, við Grjótahjá í Mývatnssveit sem og við Hnausapoll sem er gígvatn í friðlandinu að Fjallabaki.

Vestrahorn.Mynd/Essential
Vestrahorn að vetri til.Mynd/Essential
GrjótagjáMynd/Essential
Mynd/Essential





Fleiri fréttir

Sjá meira


×