Viðskipti innlent

Vodka­aug­lýsingar notaðar til að fræða Banda­ríkja­menn um Ís­land

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frikki og félagar taka hið sívinsæla en jafnframt þreytta Víkingaklapp
Frikki og félagar taka hið sívinsæla en jafnframt þreytta Víkingaklapp
Fyrsta sjónvarpsherferð hins íslenska Reyka Vodka hefur litið dagsins ljós í Bandaríkjunum.

Auglýsingarnar eru fjórar talsins, hver um sig 15 sekúndur að lengd og verða sýndar í Portland í Oregonfylki fram í águst.

Í aðalhlutverki auglýsinganna er Íslendingurinn Frikki sem fræðir áhorfendur um hin fjölmörgu líkindi milli íbúa Portland og Íslendinga.

Í auglýsingunum ræðir Frikki meðal annars um dálæti Íslendinga á skeggjum, fótbolta, hvernig nafn vodkasins kom til og hvað landsmönnum finnst best að borða.

Auglýsingarnar eru unnar í samstarfi við auglýsingastofuna Tettemer O’Connell + Partners og eru hluti af stærri markaðsherferð sem m.a. mun fela í sér stuðning Reyka við tónlistarhátíðir í Portland.

Auglýsingarnar má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×