Fleiri fréttir

True Blood-leikarinn Nelsan Ellis látinn

Ellis var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kokkurinn Lafayette Reynolds í vampíruþáttaröðinni True Blood sem sýnd var á sjónvarpsstöðinni HBO á árunum 2008-2014.

Ungur Alec Baldwin nauðalíkur Ryan Gosling

Töluverð umræða skapaðist um leikarana Ryan Gosling og Alec Baldwin í vikunni og var ástæðan sú að ungur Baldwin er nauðalíkur Gosling eins og hann lítur út í dag.

Vill ekki þóknast öðrum

Stuðmannabarnið Dísa var hin ánægðasta með að heita Bryndís þar til hún flutti til Danmerkur, þar sem Y hljómar sem U. Hún syngur nú glænýtt lag Stuðmanna, á sjálf lag á topplistum og vinnur að draumkenndri sólóplötu.

Byggðir landsins ólíkar

Landsbyggðir nefnist nýtt tímarit. Það er fyrsta blað sem dreift er frítt á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Hilda Jana Gísladóttir er framkvæmdastjóri útgáfunnar.

Þær íslensku slógu öll met

Íslendingar rokkuðu feitt á ráðstefnu alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna. Af 15 verðlaunum sem veitt voru fékk Ísland fimm, þar á meðal aðalverðlaunin.

Slagirnir utan vallar

Það er himinn og haf milli launa kvenna og karla í fótbolta. Þeim er sagt að þær séu minna virði. Þær togi inn minni tekjur. Það sé minna áhorf. Gunnhildur Yrsa, Hallbera og Glódís Perla landsliðsmenn ræða um boltann og slagina utan vallar.

Júlíspá Siggu Kling komin á Vísi!

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis og Fréttablaðsins, í formi texta og myndbands, en spár hennar fyrir júlímánuð má sjá hér fyrir neðan.

Tónleikatúr og síðan maraþon

Einn okkar allra besti söngvari, Valdimar Guðmundsson, ferðast nú um landið ásamt Erni Eldjárn gítarleikara og treður upp á nokkrum stöðum þar sem hann hefur aldrei sungið áður.

Júlíspá Siggu Kling – Meyjan: Hættu að nota svipuna á þig

Elsku Meyjan mín. Undanfarið hefur þú verið að vinna litla sigra og jafnvel stóra sigra, en þú átt það samt til að vera of gleymin á það hverju þú hefur áorkað í lífinu. Þannig að farðu nú að skrifa niður sigrana, því þú hefur unnið fleiri sigra en flestir.

Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir

"Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim,“ sagði einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar í samtali við Vísi í gær.

Á tvö afmæli á hverju ári

Guðmundur Magnússon leikari er sjötugur í dag og hugðist verða það í kyrrþey en synir hans tveir ákváðu að rústa þeirri hugmynd. Svo á hann byltuafmæli 7. nóvember.

Sjá næstu 50 fréttir