Lífið

Íslensk stelpa ærðist og féll í yfirlið í tívolítæki | Myndband

Það er ekkert grín að láta skjóta sér upp í loftið.
Það er ekkert grín að láta skjóta sér upp í loftið. Skjáskot
Það getur oft tekið á að skemmta sér.

Því fengu þær Una Aðalsteinsdóttir og Telma Bonthonneau að kynnast þegar þær skelltu sér í tækið Space Blaster á dögunum eins og menn.is greindi frá.

Tækið lýsir sér þannig að sest er inn í einhvers konar kúlu sem strengd er á tvær öflugar teygjur. Þegar kúlunni er sleppt skýst hún á ógnarhraða upp í loftið með tilheyrandi álagi á líkamann. 

Álagið getur reynst sumum ofviða og til eru fjöldamörg myndbönd á netinu þar sem sjá má fólk falla í yfirlið í sambærilegum tækjum.

Nú hefur eitt slíkt til viðbótar skotið upp kollinum og það má sjá hér að neðan. Yfirliðið á sér stað eftir rúmar 50 sekúndur og svo aftur í örskotsstund þegar um 1 mínúta og 20 sekúndur eru liðnar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×