Lífið

200 metra löng vatnsrennibraut í Gilinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Akureyringar eiga von á miklum buslugangi í dag.
Akureyringar eiga von á miklum buslugangi í dag. aðsend
Búið er að koma upp rúmlega 200 metra langri „flennibraut“ niður Gilið á Akureyri.



Gestir og gangandi geta rennt sér niður hana á ógnarhraða á þartilgerðum kútum og korkum enda um vatnsrennibraut að ræða.

Að sögn skipuleggjenda er hægt að ná ógnarhraða í brautinni enda sé Gilið alræmt fyrir mikinn halla. Áður hafi verið sett upp sambærileg braut í Bankastrætinu í Reykjavík en þessi sé ekki einungis lengsta braut þessarar tegundar sem sett hefur verið upp hér á landi, heldur einnig töluvert vatnsmeiri en fyrirennarinn.

Brautin er öllum opin og opnar klukkan 14.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×