Lífið

Gordon Ramsay í veiði á Íslandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vonandi fer Íslandsdvölin vel með Ramsay, en hann er ekki beint þekktur fyrir að vera svona brosmildur.
Vonandi fer Íslandsdvölin vel með Ramsay, en hann er ekki beint þekktur fyrir að vera svona brosmildur. Vísir/Getty
Sjónvarpskokkurinn, ólátabelgurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi.

Í kvöld sást til hans á veitingastaðnum Essensia við Hverfisgötu. Mun Ramsay vera hér á landi til að fara í laxveiði.

Ramsay á fjölda veitingastaða um allan heim og eru þeir þess heiðurs aðnjótandi að vera með 16 Michelin-stjörnur í heildina.

Hann hefur einnig getið sér gott orð í sjónvarpi til að mynda með þættina Hell‘s Kitchen, Kitchen Nightmares og verið gestur í fjölda annarra þátta.

Ekki er vitað hve lengi Ramsey ætlar að dvelja hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×