Lífið

Herbergin standsett í Blokk 925

Stefán Árni Pálsson skrifar
Framkvæmdir eru komnar á fullt í Blokk 925 og nú á sunnudaginn taka teymin fyrir svefnherbergin.

Um er að ræða nýjan þátt  á Stöð 2 og er hann í umsjón Sindra Sindrasonar en þátturinn ber nafnið Blokk 925.

Í þáttunum verður fylgst með tveimur vinateymum taka hvort sína íbúðina á Ásbrú í gegn. Markmiðið er að sýna hvernig hægt sé að eignast sitt eigið heimili án þess að borga mörg hundruð þúsund krónur fyrir fermetrann.

Teymin tvö sem gera íbúðirnar upp hafa það að markmiði að finna ódýrar og sniðugar lausnir. Þetta eru 80 fermetra t-laga íbúðir með gluggum á einni hlið.

Hér að ofan má sjá brot úr næsta þætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×