Fleiri fréttir

Tottenham á Wembley fram í mars

Það ætlar ekki að ganga hjá Tottenham að flytja á nýja heimavöllinn sinn. Nú er ljóst að Spurs verður á Wembley að minnsta kosti fram í mars.

Vitlaust sjónarhorn plataði VAR dómarana í gær

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, var ekki sáttur með vítadóminn sem réð úrslitum í fyrri leik Chelsea og Tottenham í enska deildabikarnum í gærkvöldi. Hann hefur líka ýmislegt til síns máls.

Stelpurnar okkar mæta Kanada og Skotlandi á Algarve

Íslenska kvennalandsliðið hefur nú fengið að vita með hvaða þjóðum liðið er með í riðli í Algarve bikarnum sem hefst í lok febrúar en þetta er í fyrsta sinn sem liðið spilar á þessu sterka árlega æfingamóti undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs Haukssonar.

Guðni hvatti Geir til að hætta við

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hann hafi hvatt Geir Þorsteinsson til þess að hætta við að bjóða sig fram gegn honum.

Pep vill ekki missa Kompany

Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að fyrirliði liðsins, Vincent Kompany, sé ótrúlegur og megi ekki fara frá félaginu.

Weah farinn til Celtic

Framherjinn Timothy Weah hefur verið lánaður frá franska stórliðinu PSG til skoska liðsins Celtic.

Rowett rekinn frá Stoke

Stoke City ákvað í morgun að reka knattspyrnustjóra félagsins, Gary Rowett, úr starfi.

Mohamed Salah sá besti í desember

Mohamed Salah, framherji Liverpool, var kosinn besti leikmaður desembermánaðar í netkosningu á vegum leikmannasamtakanna, PFA.

Lukaku um Solskjær: Hann er alltaf að tala við mig

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur skorað í þremur leikjum í röð með Manchester United og í viðtali við heimasíðu félagsins hrósar hann norska knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær.

Frá Man. City til Real Madrid

Spænski táningurinn Brahim Diaz hefur skrifað undir langan samning við Real Madrid en hann kemur til félagsins frá Man. City.

Nasistakveðja eða ekki nasistakveðja

Markvörður Crystal Palace komst í hann krappann í gær eftir að myndband á samfélagsmiðlum virtist sýna hann vera að bjóða upp á mjög óviðeigandi kveðju.

Mikil togstreita hefur myndast 

Geir Þorsteinsson býður sig fram til formanns KSÍ en gegndi þeirri stöðu á árunum 2007-17. Hann vill efla félögin í landinu og breyta skipulagi KSÍ. Hann segir nauðsynlegt að lægja öldurnar í íslenskum fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir