Enski boltinn

Lukaku um Solskjær: Hann er alltaf að tala við mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku og Ole Gunnar Solskjær.
Romelu Lukaku og Ole Gunnar Solskjær. Getty/Michael Regan
Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur skorað í þremur leikjum í röð með Manchester United og í viðtali við heimasíðu félagsins hrósar hann norska knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær.

Lukaku segist þegar hafa lært ýmislegt af norska knattspyrnustjóranum sem tók við af Jose Mourinho 19. desember síðastliðinn.

„Hann er alltaf að tala við mig og ég er hrifinn af því,“ sagði Romelu Lukaku í viðtali við heimasíðu Manchester United.

„Hann spilaði sjálfur eins og ég vill spila. Við njótum allir þess að spila fótbolta þessa dagana,“ sagði Lukaku.

Manchester United liðið hefur unnið fimm fyrst leiki sína undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Lukaku missti af tveimur fyrstu leikjunum en hefur síðan stimplað sig inn með þremur mörkum í þremur leikjum.





Fyrstu tvö mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inná sem varamaður en Lukaku skoraði einnig í fyrsta byjunarliðsleiknum undir stjórn Solskjær.

„Hann er búinn að kenna mér mikið. Hann veit hvernig framherji ég er. Hann var búinn að greina leik minn fullkomlega á fyrsta degi. Það kom mér á óvart en hann hefur með því hjálpað mér mikið. Ég hlakka til að vinna áfram með honum,“ sagði Lukaku.

„Hann vill að ég snúi í átt að markinu því hann veit að þá er ég hættulegastur,“ sagði Lukaku.

„Ég er búinn að vinna góða vinnu síðustu vikur og reyni að bæta minn leik á hverjum degi. Hann var ískaldur fyrir framan markið á sínum ferli og það er eitthvað sem ég er hrifinn af,“ sagði Lukaku en það má lesa allt viðtalið við hann hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×