Enski boltinn

Nasistakveðja eða ekki nasistakveðja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Hennessey.
Wayne Hennessey. Getty/Simon Stacpoole
Markvörður Crystal Palace komst í hann krappann í gær eftir að myndband á samfélagsmiðlum virtist sýna hann vera að bjóða upp á mjög óviðeigandi kveðju. Það var ekki myndbandið sjálft sem vakti athygli heldur einn frosinn rammi sem kom mjög illa út fyrir Wayne Hennessey.

Wayne Hennessey virtist þar ver að bjóða upp á nasistakveðju í matarboði með liðsfélögum sínum í Crystal Palace en leikmaðurinn sjálfur hefur neitað sök og útskýrt mál sitt.





Á umræddum myndaramma sem var tekin úr myndbandinu þá var velski landsliðsmarkvörðurinn var með aðra höndina upp í loft að hætti nasista og hina undir nefinu.

Hér var á ferðinni Instagram myndband sem liðsfélagi hans Max Meyer tók í matarboðinu en boðið fór fram eftir sigur Crystal Palace á Grimsby í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar um helgina.

Wayne Hennessey hefur komið fram og sagt frá því hvað var í raun í gangi þarna. Þetta var engin nasistakveðja heldur aðeins spurning um sjónarhorn.





„Ég var að veifa og öskra á þann sem tók myndina að drífa þetta af. Ég setti höndina yfir muninn til að fá hljóðið til að berast betur,“ sagði Hennessey í yfirlýsingu.

„Mér vann bent á það að frosinn rammi lætur líta út fyrir það að ég sé að bjóða upp á óviðeigandi kveðju. Ég vil fullvissa alla um það að ég myndi aldrei gera slíkt og þetta er hrein og tær tilviljun. Ást og friður, Wayne,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu frá Wayne Hennessey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×