Enski boltinn

Hver er þessi Militao sem Man. Utd vill fá?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Militao í leik með Porto.
Militao í leik með Porto. vísir/getty
Man. Utd er sterklega orðað við Brasilíumanninn Militao þessa dagana en hann spilar með Porto í Portúgal. United er sagt vilja fá hann strax í janúar.

Eder Militao er tvítugur miðvörður sem Porto keypti frá Sao Paulo síðasta sumar og hann hefur heldur betur slegið í gegn í Portúgal.

Upphaflega var hann notaður sem hægri bakvörður hjá Porto en var svo færður í miðvörðinn. Eftir það var skellt í lás hjá vörn Porto og Militao er með hæstu einkunn allra miðvarða í deildinni hjá tölfræðiveitunni WhoScored. Liðið hefur aðeins fengið á sig 5 mörk í 13 leikjum.

Leikmaðurinn kostaði aðeins 3,6 milljónir punda og það kostar 42,5 milljónir punda að losa hann undan samningi. Porto mun því græða vel á leikmanninum sem Liverpool er einnig sagt hafa áhuga á.

Militao er mjög agressífur varnarmaður og hefur meðal annars verið líkt við Pepe í Portúgal. Það fara fáir fram hjá honum en hann er stundum á gráu svæði þar sem hann rýkur í návígin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×