Enski boltinn

Everton vill vinna ensku úrvalsdeildina á nýja leikvanginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eru menn ekki aðeins að fara fram úr sér hjá Everton?
Eru menn ekki aðeins að fara fram úr sér hjá Everton? vísir/getty
Everton hefur sett sér háleit markmið fyrir komandi tímabil í enska boltanum en liðið er að byggja nýjan leikvang.

Aðalfundur Everton fór fram í gærkvöldi en Everton er við það að byggja nýjan leikvang í borginni en hann kostar um 500 milljónir punda.

Stjórnarformaður Everton, Denise Barrett-Baxendale, segir að liðið vilji stefna á bikara er á Bramley-Moore leikvanginn verður komið.

„Það þýðir að fara berjast um bikara. Ekki bara í bikarkeppnum heldur einnig vinna ensku úrvalsdeildina,“ sagði Denise full sjálfstraust.

Everton vann deildina síðast 1987 og voru síðast í fjórum efstu sætunum 2005 er David Moyes stýrði liðinu. Þeir eru nú í ellefta sæti úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×