Enski boltinn

VAR í aðalhlutverki er Tottenham hafði betur í fyrri leiknum gegn Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kepa fellir Kane. Víti var dæmt og gult spjald á Kepa.
Kepa fellir Kane. Víti var dæmt og gult spjald á Kepa. vísir/getty
Tottenham er einu marki yfir gegn Chelsea í undanúrslitum enska deildarbikarsins, Carabao-Cup, eftir 1-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld.

Leikið var á Wembley leikvanginum í kvöld en síðari leikur liðanna fer fram eftir hálfan mánuð. Í hinni viðureigninni mætast Manchester City og Burton.

Á 27. mínútu dró til tíðinda. Harry Kane slapp einn í gegn og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, felldi hann en flagg aðstoðardómarans hafði hins vegar farið á loft.

Michael Oliver ákvað að nýta sér myndbandsupptökur sem eru í enska bikarnum og þar kom í ljós að það var ekki rangstaða á Kane. Oliver dæmdi því víti og á punktinn steig Kane sem skoraði af miklu öryggi.

Chelsea skaut boltanum tvívegis í stöngina í fyrri hálfleik. Fyrst var það N'Golo Kante eftir fyrirgjöf Marcos Alonso og Paulo Gazzaniga þurfti að slá fyrirgjöf hins unga, Callum Hudson Odoi, í stöng.

Síðari hálfleikur var ekki fjörugur. Chelsea reyndi hvað þeir gátu til þess að jafna metin en tókst ekki. Varnarleikur Tottenham hélt af mikilli festu og þeir með forskot fyrir síðari leikinn á Brúnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×