Enski boltinn

Pochettino vill breytingar hjá Tottenham svo liðið geti unnið titla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino sá sína menn vinna Tranmere 7-0 á föstudagskvöldið.
Pochettino sá sína menn vinna Tranmere 7-0 á föstudagskvöldið. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Tottenham þurfti að breyta því hvernig liðið hugsar á félagsskiptamarkaðnum vilji liðið vinna einhverja titla.

Tottenham hefur eytt litlu undanfarin ár og samanborið við eyðslu Manchester City síðustu ár, sem situr sæti ofar en Tottenham, kemst Tottenham ekki nærri Englandsmeisturunum.

„Ef við viljum vinna titilinn þá verðum við að breyta okkar mynstri,“ sagði Pochettino. „Á þessum tímapunkti þá erum við að gera það sama og við vorum að gera fyrir fimm árum síðan þegar ég tók til starfa.“

„Auðvitað gætum við kannski unnið einhvern titil en það verður erfitt því síðustu fimm ár hafa öll önnur lið bætt til sig til muna,“ sagði Pocchettino. Virkar ósáttur með yfirstjórn félagsins á félagsskiptamarkaðnum.

Tottenham eyddi ekki krónu í sumar og segir Pochettino að Tottenham sé í raun eina liðið sem hagi sér svona á markaðnum; bæti ekkert við liðið.

„Fyrr í vikunni sá ég tölfræði um eyðslu félaga síðustu tíu ár í Englandi og Evrópu og ég held að við höfum verið á botninm. Já í Evrópu og Englandi.“

„Auðvitað erum við að gera frábæra hluti en ef við viljum vera alvöru kandídatar þá þurfum við að gera hlutina öðruvísi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×