Enski boltinn

Frá Man. City til Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brahim Diaz í leik með City.
Brahim Diaz í leik með City. vísir/getty
Spænski táningurinn Brahim Diaz hefur skrifað undir langan samning við Real Madrid en hann kemur til félagsins frá Man. City.

Diaz er 19 ára gamall og kom til City frá Malaga aðeins 14 ára gamall. Hann náði að spila 15 leiki fyrir aðallið City og hefur aðeins komið fjórum sinnum við sögu í vetur.

Diaz skrifar undir sex og hálfs árs samning við Real sem veitir ekki af liðsauka miðað við gengi liðsins upp á síðkastið.

City fær 15 prósent af söluverði ef Real ákveður að selja hann síðar. Það sem er enn áhugaverðara er að City fær 40 prósent af söluverðinu ef leikmaðurinn verður seldur til Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×