Enski boltinn

Enginn Pogba er United ferðaðist til Dubai

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba fékk högg í leiknum á miðvikudaginn.
Pogba fékk högg í leiknum á miðvikudaginn. vísir/getty
Miðjumaðurinn Paul Pogba var ekki með liðsfélögum sínum sem ferðuðust í fyrrakvöld til Dubai þar sem liðið mun æfa næstu daga.

Frakkinn varð fyrir meiðslum í 2-0 sigrinum gegn Newcastle í miðri viku þar sem hann varð fyrir groddaralegri tæklingu að hálfu Jonjo Shelvey.

Hann var svo ekki í leikmannahóp United sem kláraði Reading auðveldlega, 2-0, í enska bikarnum á laugardaginn og tryggði sér þar með sæti í fjórðu umferðinni.

United er að vonast til að Pogba geti komið til móts við liðið síðar í vikunni en United spilar við Tottenham í risa leik á Wembley um næstu helgi.

Pogba hefur verið funheitur síðan að Ole Gunnar Solskjær tók við stjórnartaumunum á Old Trafford. Hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum og var valinn leikmaður mánaðarins í desember hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×