Fleiri fréttir

Juventus heldur í við Napoli

Juventus slapp með skrekkinn á útivelli gegn Cagliari í kvöld en með sigrinum ná ríkjandi meistararnir að halda í við Napoli á toppi deildarinnar.

Markalaust hjá Chelsea og Norwich

Chelsea og Norwich þurfa að mætast á ný eftir markalaust jafntefli í leik liðanna í 64-liða úrslitum enska bikarsins á Carrow Road.

Íslendingaliðin öll úr keppni

Þetta var erfiður dagur hjá þeim íslensku landsliðsmönnum sem léku í ensku bikarkeppninni í dag. Lið þeirra duttu öll úr keppni.

City örugglega áfram í 32-liða úrslitin

Manchester City komst örugglega áfram í 32-liða úrslit enska bikarsins með 4-1 sigri á Burnley á heimavelli en Jóhann Berg var tekinn af velli í liði Burnley í leiknum.

Skrautleg endurkoma Diego Costa

Diego Costa spilaði í dag sinn fyrsta deildarleik fyrir Atletico Madrid á tímabílinu. Var hann í senn bæði hetja og skúrkur, skoraði síðara mark liðsins og lét réka sig útaf.

Tosun til Everton

Everton hefur loks tekist að ganga frá kaupum á framherja, en liðinu hefur gengið illa að skora á tímabilinu. Framherjinn sem um ræðir er Cenk Tosun, tyrkneskur landsliðsmaður, sem kemur frá Besiktas.

Fleetwood fær annan leik gegn Leicester

Fleetwood gerði óvænt jafntefli við Leicester í dag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Liðin munu spila síðar í mánuðinum aftur til að skera úr um það hvort liðið heldur áfram í fjórðu umferð.

Carlos Tevez er kominn heim

Misheppnaðri dvöl Tevez í Kína er lokið. Hann er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt í Argentínu, Boca Juniors.

Virgil van Dijk: Þvílíkt kvöld

Virgil van Dijk, hetja Liverpool í kvöld, var að sjálfsögðu í skýjunum í viðtölum eftir leikinn en hann tryggði Liverpool 2-1 bikarsigur á nágrönnunum í Everton í fyrsta leik sínum með félaginu.

Stórskotahríð Manchester United bar loksins árangur í lokin

Manchester United og Derby hafa dregist saman tíu sinnum í ensku bikarkeppninni. United hefur ekki tapað síðustu sjö bikarviðureignum liðanna, eða síðan 1897. Þessi lið mættust hins vegar í ensku úrvalsdeildinni árið 2009 þar sem Derby fór með sigur.

Endurnýjun lífdaga Birkis hjá Aston Villa

Birkir Bjarnason hefur átt erfitt uppdráttar síðustu 12 mánuði frá því hann var keyptur til Englands frá Aston Villa. Hann skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir liðið á tímabilinu á nýársdag og ferill hans í Birmingham gæti verið á uppleið aftur.

Gylfi aftur í byrjunarlið Everton í kvöld

Gylfi Þór Sigurðsson snýr að öllum líkindum aftur í byrjunarlið Everton sem mætir Liverpool í ensku bikarkeppninni í kvöld, en hann tók ekki þátt í tapi Everton gegn Manchester United á nýársdag.

„Dybala er ekki sóknarmaður“

Paulo Dybala getur ekki spilað sem sóknarmaður að mati knattspyrnustjóra hans. Dybala þurfti að spila sem sóknarmaður í bikarleik Juventus gegn Torino, en leit ekki vel út að mati Max Allegri, stjóra Juventus.

Kompany vill lækka miðaverð

Vincent Kompany, fyrirliði Man. City, hefur skorað á liðin í ensku úrvalsdeildinni að lækka miðaverð svo "rétta fólkið“ geti komist aftur á völlinn.

Hodgson efins um myndbandsdómara

Myndbandsdómarar verða notaðir í fyrsta skipti í keppnisleik félagsliða á Englandi á mánudaginn þegar Crystal Palace mætir Brighton í úrvalsdeildarslag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Jói Berg: Vil skora fleiri mörk

Jóhann Berg Guðmundsson vonast eftir því að mark hans á móti Liverpool á nýársdag verði það fyrsta af mörgum, en markið var aðeins hans annað á einu og hálfu ári í ensku úrvalsdeildinni.

Salah bestur í Afríku

Mohamed Salah var valinn besti leikmaður Afríku á hófi afríska knattspyrnusambandsins í gærkvöld.

Sjáðu glæsimörkin á Wembley

Tottenham gerði 1-1 jafntefli í lokaleik 21. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gær sem markaði endann á jólatörninni í enska boltanum.

Skarð Dagnýjar vandfyllt

Þrír nýliðar eru í íslenska landsliðinu sem mætir Noregi á La Manga 23. janúar. Dagný Brynjarsdóttir er ólétt og verður frá keppni næstu mánuðina.

Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga.

Sjá næstu 50 fréttir