Fleiri fréttir

De Bruyne framlengdi hjá City

Á meðan nágrannarnir í Manchester United tilkynntu um komu Alexis Sanchez til félagsins sagði Manchester City frá því að Belginn Kevin de Bruyne hefði framlengt samning sinn við félagið.

Frakkar með tærnar í undanúrslitunum

Frakkar unnu stóran sigur á Serbum í næst síðustu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta sem stendur nú yfir í Króatíu.

Tímamótasamningur Icelandair og ÍSÍ

Icelandair og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands endurnýjuðu í dag samning um samstarf sitt og er samningurinn sá umfangsmesti til þessa. Þá endurnýjaði Icelandair einnig samstarfssamning við fimm sérsambönd innan ÍSÍ; KSÍ, HSÍ, KKÍ, GSÍ og ÍF.

Myndbandsdómarar fá sæti í Rússlandi

Dómarar á leikjum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar munu geta notið aðstoðar myndbandsdómara, en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, staðfesti í dag að myndbandsdómgæsla mun verða notuð á mótinu.

Tony Parker ekki lengur byrjunarliðsmaður hjá Spurs

Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs í NBA-deildinni, hefur ákveðið að ein stærsta stjarnan í sögu félagsins og margfaldur NBA-meistari, muni ekki lengur byrja inná í leikjum liðsins.

Orri Sigurður kominn til Noregs

Orri Sigurður Ómarsson er genginn til liðs við norska félagið Sarpsborg, en greint var frá því fyrir helgi að Valur væri búinn að komast að samkomulagi við Sarpsborg um kaup á miðverðinum.

Allardyce: Rooney og Gylfi geta ekki spilað saman

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir að þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney séu hæfileikaríkir leikmenn en vandamálið sé að hann geti ekki notaða þá báða á sama tíma. Ástæðan er að það er ekki pláss fyrir tvo leikmenn sem fara ekki hraðar yfir.

New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár

Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana.

Leikmannaskiptin sem allir eru að tala um

Alexis Sánchez er á förum frá Arsenal til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Skiptin virðast henta báðum liðum ágætlega. Stuðningsmenn United vonast til að Sánchez valdi treyjunúmerinu sjö sem margar hetjur hafa haft á bakinu. Mkhitaryan byrjaði vel í vetur, gaf svo eftir en ætti að finna fjölina sína hjá Arsenal.

Íslandsmethafinn sér ekki eftir því að hafa valið frjálsar

Tiana Ósk Whitworth náði frábærum árangri á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina. Hún vann til tveggja gullverðlauna, sló Íslandsmetið í 60 metra hlaupi og náði sínum besta tíma í 200 metra hlaupi. Hún stefnir á að komast á HM U-20 ára í Finnlandi í sumar.

Spánn burstaði Makedóníu

Spánverjar höfðu algjöra yfirburði þegar þeir mættu Makedóníu á EM í Króatíu í kvöld.

Southampton og Tottenham skildu jöfn

Southampton er enn í leit að sínum fyrsta sigri síðan í nóvember eftir 1-1 jafntefli gegn Tottenham á St.Mary´s leikvangnum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir