Fótbolti

Stalst til að blása á kertin hjá afmælisstelpum landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir á ekki afmæli fyrr en í september en var samt mætt til að blása á kertin hjá Berglindi og Söndru.
Hallbera Guðný Gísladóttir á ekki afmæli fyrr en í september en var samt mætt til að blása á kertin hjá Berglindi og Söndru. Mynd/KSÍ
Hallbera Guðný Gísladóttir er leikreyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í vináttulandsleiknum á móti Noregi sem fera á La Manga á Spáni í þessari viku.

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, getur ekki spilað leikinn á Spáni sem þýðir að enginn leikmaður hefur spilað fleiri landsleiki en Skagastelpan sem á að baki 90 A-landsleiki.

Hallbera er kannski farin að hafa sig fullmikið frammi í hópnum ef marka má þessa mynd sem Knattspyrnusambandið birti á samfélagsmiðlum sínum.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sandra María Jessen áttu báðar afmæli 18. janúar síðastliðinn og héldu því upp á afmælið sitt í ferðinni. Forráðamenn íslenska landsliðsins redduðu að sjálfsögðu köku í tilefni afmælisins og stelpurnar fengu að blása á kertin.

Berglind Björg og Sandra María spila báðar framarlega á vellinum og treysta á góða hjálp í flottum sendingum fram völlinn frá Hallberu en að þessu sinni var bakvörðurinn öflugi einnig farin að hjálpa þeim að blása á kertin eins og sést hér fyrir neðan.







Leikur Íslands og Noregs fer fram annað kvöld og þá væri nú gaman ef Hallbera verði jafn hjálpsöm með góðum sendingum á sóknarmennina tvo eins og hún var að blása á kertin hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×