Enski boltinn

Sánchez myndaður í United-treyju að taka sjálfu á Old Trafford

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alexis Sánchez kominn í sjöuna.
Alexis Sánchez kominn í sjöuna. mynd/twitter
Sílemaðurinn Alexis Sánchez verður kynntur sem leikmaður Manchester United á næstu 48 tímum samkvæmt breskum fjölmiðlum en hann er sagður vera búinn að skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið.

Sánchez hefur ekki enn verið formlega kynntur til leiks en mynd náðist af honum í gær vera að taka sjálfu á Old Trafford klæddur í United-treyju númer sjö.

Talið er að hann hafi mögulega verið að taka upp eitthvað efni fyrir formlega kynningu hans á samfélagsmiðlum Manchester United en þessi mynd sem lak út í gærkvöldi staðfestir að allt er klárt í skiptisamningi United og Arsenal.

Armenski miðjumaðurinn Henrikh Mkhitaryan fer til Arsenal í sléttum skiptum fyrir Sánchez. Búist er við að Sílemaðurinn æfi með United í fyrsta sinn á morgun og spili svo í bikarnum á föstudagskvöldið á móti Yeovil.

Fyrsti leikur Sánchez fyrir United í deildinni gæti svo mögulega verið 31. janúar á Wembley þegar að liðið heimsækir Tottenham.


Tengdar fréttir

Leikmannaskiptin sem allir eru að tala um

Alexis Sánchez er á förum frá Arsenal til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan. Skiptin virðast henta báðum liðum ágætlega. Stuðningsmenn United vonast til að Sánchez valdi treyjunúmerinu sjö sem margar hetjur hafa haft á bakinu. Mkhitaryan byrjaði vel í vetur, gaf svo eftir en ætti að finna fjölina sína hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×