Sport

Þessa miða geturðu fengið á Super Bowl fyrir slétta milljón

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Milljón fyrir tvo með þetta útsýni.
Milljón fyrir tvo með þetta útsýni. mynd/seatgeek.com
Eins og kom fram í morgun verða það New England Patriots og Philadelphia Eagles sem mætast í Super Bowl 52 í Minnesota á glæsilegum og glænýjum heimavelli Minnesota Vikings.

Enn eru lausir miðar á leikinn ef einhver Íslendingur vill láta drauminn rætast og skella sér á þennan langstærsta íþróttaleik hvers árs í Bandaríkjunum.

Þeir sem vilja fara þurfa þó að hafa eitthvað lausafé á milli handanna eða þekkja góðan gjaldkera til að hækka yfirdráttinn eða VISA-heimildina verulega.

Miðaðverðið er nefnilega sláandi en ódýrustu miðarnir kosta rétt sunnan við hálfa milljón króna og það eru miðar upp í rjáfri. Reyndar eru flest sæti í þessari nýju og geggjuðu höll Víkinganna góð.

Á miðasöluvefsíðum eins og StubHub og SeatGeek er oftast bara hægt að kaupa tvo miða saman en sæti með útsýni sem sjá má á myndinni hér að ofan kosta eina milljón saman á SeatGeek.com.

Miðarnir kosta í sitthvoru lagi 4.300 dali eða ríflega 440 þúsund íslenskar krónur. Þeir eru bara seldir saman og kostar parið því 8.600 dali eða 887 þúsund krónur.

Við það bætast svo önnur gjöld sem nema 1.700 dollurum eða 175 þúsund krónum og svo er það 825 króna gjald fyrir að senda miðana. Samtals eru þetta 10.300 dollarar fyrir tvo miða upp í rjálfri eða rúmlega ein milljóna íslenskra króna.

Nú ef að fólk á svo nóg af peningum og veit ekki hvað það á að gera við þá er alltaf hægt að kaupa sér miða í fremstu sætum fyrir miðju á 22.400 dollara eða tvær og hálfa miljón króna.

NFL

Tengdar fréttir

New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár

Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Philadelphia Eagles Víkingana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×