Enski boltinn

Arsene Wenger: Get bara ekki skilið af hverju einhver vill fara frá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger hefur verið upp í stúku í síðustu leikjum Arsenal.
Arsene Wenger hefur verið upp í stúku í síðustu leikjum Arsenal. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þrjóskast við í stjórastól félagsins þótt að margir stuðningsmanna félagsins vilji hann í burtu.

Hver stórstjarnan á fætur annarri hefur yfirgefið félagið og það hefur gengið erfiðlega hjá Wenger að styrkja liðið með fullksöpuðum leikmönnum. Hann hefur hinsvegar alltaf verið með marga unga og stórefnilega og mörg „verkefni“ í gangi.

Enn eitt „áfallið“ fyrir leikmannahóp Arsenal er að horfað á eftir Sílemanninum Alexis Sanchez fara til Manchester United.

Hann bætist í hóp með mönnum eins og Patrick Vieira, Ashley Cole, Thierry Henry, Samir Nasri, Cesc Fabregas og Robin van Persie sem allir vildu komast í burtu. Wenger sjálfur skilur hinsvegar ekkert í því af hverju leikmenninrir vilja fara.

„Ég get bara ekki skilið af hverju einhver vill fara frá Arsenal,“ sagði Arsene Wenger við Telegraph. „Á 30 árum í kringum félagsskiptamarkaðinn þá hefur maður samt lært mikið um mannlega hegðun. Þetta var þetta kannski hans síðasti samningur á hæsta stigi og því mjög mikilvægur samningur,“ sagði Wenger.

„Við gerðum það sem við gátum og reyndum að bjóða honum það sem við gátum. Meira að segja Manchester City hélt sína leið á endanum. Það segir ykkur að við áttum aldrei neinn möguleika á því að semja við hann,“ sagði Wenger. Henrikh Mkhitaryan kemur til Arsenal í staðinn fyrir Alexis Sanchez.

„Við reyndum að finna það besta í stöðunni. Við erum að missa heimsklassa leikmann, ég neita því ekki, en við fengum mann í staðinn. Framtíðin mun síðan segja okkur hvort það var rétt eða ekki,“ sagði Wenger. Hvort Pierre-Emerick Aubameyang komi líka verður að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×