Fótbolti

María skoraði fyrsta landsliðsmarkið sitt og tók síðan viðtal við sig sjálfa | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Þórisdóttir eftir leikinn.
María Þórisdóttir eftir leikinn. Mynd/Fésbókarsíðan norska sambandsins
María Þórisdóttir opnaði í nótt markareikning sinn með norska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar liðið vann 3-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik á La Manga.

María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta en hún gat valið á milli þess að spila fyrir íslenska og norska landsliðið. Hún valdi það norska.

María er búin að vera í norska landsliðinu í nokkur ár en hafði ekki náð að skora fyrr en í gær þegar hún skoraði laglegt skallamark. Það fylgir reyndar sögunni að hún spilar í vörninni og hennar hlutverk því fyrst og fremst að koma í veg fyrir að mótherjinn skori.

Það tókst í gær en líka að koma boltanum í mark mótherjanna. Staðan var 2-0 í hálfeik en María skoraði þriðja markið á 53. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Emilie Haavi.

Það lá líka mjög vel á Maríu eftir leik og hún var alveg tilbúin að bregða aðeins á leik fyrir viðtalið sitt.





Þetta var nú aðeins létt grín hjá Maríu en það hefur aldrei verið vandamál hjá stelpunni að slá á létta strengi. Hér fyrir neðan má sjá sjálft viðtalið við Maríu sem var tekið eftir leikinn í nótt.





Hér fyrir neðan má síðan sjá allan leikinn en hann var sendur út á Fésbókinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×