Sport

Víkingaklappið ómaði um alla „Mall of America“ í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsfólk Minnesota Vikings.
Stuðningsfólk Minnesota Vikings. Vísir/Getty
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins mega passa sig ef þeir ætla ekki að láta bandaríska fótboltaliðið Minnesota Vikings stela af sér Víkingaklappinu.

Þúsundir stuðningsmanna Minnesota Vikings liðsins mættu í verslunarmiðstöðina stóru „Mall of America“ í Minneapolis í gær og ákváðu að henda í eitt gott Víkingaklapp. „Mall of America“ er stærsta verslunarmiðstöðin í Bandaríkjunum sem margir Íslendingar þekkja orðið ágætlega.

Fjallið Hafþór Júlíus Björnsson sendi stuðningsfólkinu skilaboð á stórum skjá og benti á að Víkingaklappið væri stríðskall allra víkinga.

Stuðningsmenn Minnesota Vikings segja samt ekki „húh“ heldur „skol“ þegar þeir taka Víkingaklappið eins og sjá má hér fyrir neðan.





Víkingaklappið dugði þó ekki Minnesota Vikings liðinu til sigurs en tímabilið er búið hjá Víkingunum eftir 38-7 tap á móti Philadelphia Eagles í Philadelphia í nótt. Minnesota Vikings átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli.

Það heyrist því væntanlega ekkert Víkingaklapp í Super Bowl í ár.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×