Sport

Löggan sá til þess að allir staurar voru sleipir | Bara í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsfólk Philadelphia Eagles hleypur fagnandi um göturnar í gær.
Stuðningsfólk Philadelphia Eagles hleypur fagnandi um göturnar í gær. Vísir/Getty
Philadelphia Eagles tryggði sér sæti í Super Bowl leiknum í nótt en þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem liðið kemst alla leið í úrslitaleikinn um NFL-titilinn.

Borgaryfirvöld í Philadelphia vissu að stuðningsmenn liðsins gætu tekið upp á ýmsu í fagnaðarlátum sínum eftir leikinn og þar á bæ var ákveðið að gera ýmsar varúðarráðstafanir.

Ein sú allta athyglisverðasta var að bera feiti á alla ljósastaura í miðbænum. Ástæðan? Jú að sjá til þess að stuðningsmennirnir færu sér ekki að voða við að klifra upp alla staurana.







Philadelphia Eagles vann Minnesota Vikings 38-7 og mætir New England Patriots í Super Bowl sem fer fram  sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.

Það var líka mjög gaman í búningsklefanum hjá Philadelphia Eagles eins og sjá má hér fyrir neðan.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×