Fótbolti

Albert kom inn af bekknum og lagði upp sigurmark

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Vísir/Getty
Nýjasti meðlimurinn í þrennuklúbbi íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu, Albert Guðmundsson, átti góða innkomu hjá PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið heimsótti Heracles.

Albert hóf leik á bekknum og sá Steven Bergwijn koma PSV í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Heracles jafnaði hins vegar metin með marki úr vítaspyrnu á 73.mínútu.

Alberti var skipt inná fyrir markaskorarann Bergwijn á 83.mínútu og tókst heldur betur að láta til sín taka. Þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma lagði Albert upp mark fyrir Luuk De Jong og reyndist það sigurmark leiksins.

PSV styrkti þar með stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið hefur fimm stiga forskot á Ajax sem er í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×