Fleiri fréttir

337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári

Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Myrt af ökumanni eftir að hafa pantað sér far

Kínverska fyrirtækið Didi Chuxing, sem eignaðist rekstur Uber í Kína árið 2016 og starfrækir forrit þar sem hægt er að fá far hjá fólki sem er á sömu leið, Hitch. Hefur lokað fyrir forritið eftir að tvítugri konu var nauðgað og hún myrt af bílstjóra í borginni Wenzhou.

16 látnir eftir rútuslys í Búlgaríu

Fimm eru enn í lífshættu eftir að rúta með 33 pílagríma innanborðs valt á leið frá réttrúnaðarklaustri í þorpinu Bozhuristhe um 50 kílómetra norður af Sofíu höfuðborgar Búlgaríu.

John McCain látinn

Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri.

Fjórir látnir eftir rútuslys í Finnlandi

Fjórir eru látnir og 19 slösuðust eftir að bilun í rútu olli því að hún féll niður af brú og ofan á lestarteina við finnska bæinn Kuopio í austurhluta landsins.

Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu

Ástralar skipt sex sinnum um forsætisráðherra á rúmum áratug. Samflokksmenn ráðherra gefa þeim ítrekað reisupassann. Hinn íhaldssami Morrison tók í gær við forsætisráðuneytinu af Ross Turnbull.

Erfið vika Trumps

Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina.

Stefnir bandaríska landamæraeftirlitinu vegna farsíma

Farsími bandarískrar konu var gerður upptækur þegar hún sneri heim til Bandaríkjanna úr ferðalagi til Sviss. Hún hefur nú höfðað mál gegn landamæraeftirliti Bandaríkjanna en það voru fulltrúar á vegum þess sem gerðu síma hennar upptækan.

Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld

Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins.

Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump.

Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin

Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin.

Turnbull ýtt til hliðar

Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu.

Sent 63.000 hermenn til Sýrlands

Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði frá því í gær að alls hafi 63.000 rússneskir hermenn öðlast reynslu af átökum í Sýrlandi frá því í september 2015.

Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar.

Bítlabani áfram á bak við lás og slá

Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum.

„Tölvuárásin“ reyndist vera hluti af öryggisprófun

Talsmaður Demókrataflokksins segir að í dag hafi komið í ljós að það sem þeir töldu vera tölvuárás var í raun öryggisprófun sem Demókratar í Michigan létu gera til að láta reyna á öryggi tölvubúnaðar.

Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort

Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag.

Sjá næstu 50 fréttir