Erlent

Fjórir látnir eftir rútuslys í Finnlandi

Andri Eysteinsson skrifar
Finnska lögreglan lokaði lestarteinum og nærliggjandi vegum eftir slysið.
Finnska lögreglan lokaði lestarteinum og nærliggjandi vegum eftir slysið. Vísir/EPA
Fjórir eru látnir og 19 slösuðust eftir að bilun í rútu olli því að hún féll niður af brú og ofan á lestarteina við finnska bæinn Kuopio í austurhluta landsins.

Finnski miðillinn Yle greinir frá því að rétt eftir klukkan þrjú á föstudag hafi komið upp bilun í bremsum rútunnar.

Rútan sem var á miklum hraða þegar bilunin kom upp gat því ekki hægt ferðina og Yle greinir frá að sjónarvottar hafi séð rútuna skella á þónokkrum bílum sem biðu á rauðu ljósi, þaðan hafi rútan farið ofan af brú og niður á lestarteina sem voru þar fyrir neðan.

Lestarteinunum var lokað sem og vegum í kring um  slysstað.  Fjórir létust en hin slösuðu voru færð til meðhöndlunar í Háskólasjúkrahúsinu í Kuopio en þar átti slysið sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×