Erlent

337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/AP
Árásarmaðurinn sem framdi skotárás í Jacksonville í Flórída fyrr í kvöld framdi sjálfsmorð eftir að hann lét skotunum rigna yfir þáttakendur á tölvuleikjamóti. 337 einstaklingar hafa týnt lífi í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Þar af eru þeir fjórir sem létust í árásinni en óvíst er hvort árásarmaðurinn sé talinn með í þeirri tölu. Alls særðust sjö í árásinni sem framin var á tölvuleikjamóti þar sem keppt var í tölvuleiknum Madden 18.

Skotárásin var sú 290. á árinu í Bandaríkjunum en auk allra þeirra sem látist hafa í skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári hafa 1.089 manns særst í slíkum árásum samkvæmt gagnagrunni MassShootingTracker.org. Gagnagrunnurinn nær þó aðeins yfir árásir þar sem fjórir eða fleiri eru skotnir.

Fred Guttenberg er einn þeirra sem barist hefur fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum síðan dóttir hans var skotin til bana í Parkland-skotárásinni fyrr á árinu.Vísir/Getty

Nýbúið að skrifa undir herta skotvopnalöggjör í Flórída

Árásin í gær vakti mikinn óhug en myndband þar sem heyra má upphaf skotárásarinnar og þá ringulreið sem henni fylgdi og tekið var úr beinni útsendingu frá tölvuleikjamótinu komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum skömmu eftir árásina.

Fastlega má því gera ráð fyrir að umræða um herta skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum skjóti upp kollinum á nýjan leik eftir árásina sem gerð var í Flórída-ríki.

Fyrr á árinu skrifaði ríkisstjóri ríkisins undir löggjöf sem gerði einstaklingum erfiðara um vik að eignast skotvopn, eftir mikla pressu frá eftirlifendum Parkland-skotárásinnar, þar sem sautján létust í mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á árinu

Kröfðust þeir sem lifðu af þá árás þess að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert til muna en þrátt fyrir að hafa tekin hafi verið skref í þá í Flórída í kjölfar árásarinnar hefur lítið þokast í þeim efnum á landsvísu.


Tengdar fréttir

Árásin í Parkland breytti litlu

Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×