Erlent

Þýskur bær rýmdur vegna seinni heimsstyrjaldar sprengju

Andri Eysteinsson skrifar
Sprengjan vegur um 500kg
Sprengjan vegur um 500kg Twitter/Stadt Ludwigshafen
Um 18.500 manns neyddust í dag til að yfirgefa heimili sín í þýska bænum Ludwigshafen suður af Frankfurt. BBC greinir frá.

Iðnaðarmenn að störfum í miðjum bænum fundu sprengju sem talið er að bandaríkjamenn hafi sleppt yfir bænum í seinni heimsstyrjöldinni.

Bæjaryfirvöld birtu mynd af sprengjunni sem vegur um 500kg á Twitter síðu sinni. Sem varúðarráðstöfun voru 18.500 manns beðin um að yfirgefa heimili sín í sex klukkutíma á meðan að sprengjan var aftengd.

Í apríl síðastliðnum þurfti að rýma lestarstöð í Berlín vegna 500kg sprengju frá heimsstyrjaldartímum og síðasta haust þurftu 70.000 manns að flýja þegar bresk sprengja fannst í Frankfurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×