Erlent

Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frans páfi á Írlandi í dag.
Frans páfi á Írlandi í dag. Vísir/Getty
Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu „viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sem viðgengist hefur meðal sumra presta kirkjunnar. Páfi hitti átta þolendur kynferðislegs ofbeldis af hálfu presta í Írlandi í dag.

Er hann þar staddur í tveggja daga opinberri heimsókn og fundaði hann með þolendunum síðdegis í dag í um 90 mínútur þar sem hann sagði meðal annars að kynferðislegt ofbeldi af hálfu presta væri „ógeðslegt“.

Páfinn fundaði með Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands í dag og í ræðu endurrómaði hann orð sín úr bréfi sem hann skrifaði kaþólsku fólki um allan heim á dögunum þar sem hann sagði mikilvægt að uppræta þyrfti kynferðisbrot kaþólskra presta.

Sagðist páfi hafa einsett sér að útrýma slíku ofbeldi og að það yrði gert „hvað sem það kostaði“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×