Erlent

Youtube-stjarna ók sportbíl á ofsahraða á mæðgur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðkoma að slysinu var hryllileg.
Aðkoma að slysinu var hryllileg. Mynd/Skjáskot
Youtube-stjarnan McSkillet lést í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum er hann ók sportbíl sínum á ofsahraða á jeppa á hraðbraut. Farþegar jeppans létust samstundis.

McSkillet, sem var 18 ára og hét réttu nafni Trevor Heitman, var best þekktur fyrir að spila tölvuleikinn Counter Strike og er Youtube-rás hans með hátt í milljón áskrifendur.

Lögregla í San Diego segir vitni hafi séð Heitman akandi á bíl sínum, sportbíl af tegundinni McLaren 650S á allt að 160 kílómetra hraða áður en slysið varð. Þá ók hann bíl sínum einnig á öfugum vegarhelmingi er áreksturinn varð.

Talið er að farþegar jeppans, mæðgður að nafni Aileen og Aryana Pizarro, hafi látist samstundis. Þær voru 43 og 12 ára gamlar.

Helsta tekjulind Heitman var hönnun á vörum sem gengu kaupum og sölum í Counter Strike en fregnir herma að framleiðandi leiksins hafi sett Heitman í viðskiptabann, með þeim afleiðingum að hans helst tekjulind varð að engu.

Í frétt BBCsegir að vinir Heitman hafi sagt að í aðdraganda slyssins hafi Heitman glímt við andleg veikindi.

CBS News 8 - San Diego, CA News Station - KFMB Channel 8



Fleiri fréttir

Sjá meira


×