Fleiri fréttir

Tvöfalda sekt vegna sölu á sígarettum

Dönsk stjórnvöld vilja tvöfalda upphæð þeirrar sektar sem verslunareigendum er gert að greiða þegar þeir hafa gerst sekir um að selja unglingum yngri en 18 ára sígarettur.

Framlengdu valdatíð forsetans

Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021.

Erfðaréttur gildir um Facebook

Móðir í Þýskalandi fær aðgang að Facebook-síðu dóttur sinnar sem er látin. Samkvæmt úrskurði hæstaréttar Þýskalands gildir erfðaréttur um rafrænar upplýsingar.

Brjálaðir yfir margra vikna ferð þingmanna á HM

Íbúar Keníu eru margir hverjir afar reiðir eftir að í ljós hefur komið að tuttugu þingmenn keníska þingsins hafi farið í tveggja vikna ferð til Rússlands á HM á kostnað skattgreiðenda.

Kommúnistar koma inn úr kuldanum

Tékkneskir kommúnistar eru komnir með nokkra putta á stjórnartaumana eftir að þeir vörðu ríkisstjórn landsins vantrausti í gær.

Stormy Daniels handtekin

Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels var í nótt handtekin á nektardansstað í Ohio-ríki í Bandaríkjunum að sögn lögmanns hennar, Michael Avenatti.

Stýra umfjöllun um tollastríðið

Svo virðist sem kínverska ríkisstjórnin reyni nú að koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti beiti sér af meiri hörku í tollastríðinu.

Sökudólgar enn ófundnir

Lögregluyfirvöldum í Bretlandi hefur ekki enn tekist að finna út úr því hverjir sökudólgarnir í tveimur eiturefnaárásum á Salisbury-svæðinu eru og þá geta þau heldur ekki ábyrgst að meira af eitrinu, novichok, sé ekki að finna þar í landi.

Vottar gæti að persónuvernd

Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að löggjöf Evrópusambandsins, ESB, um vernd persónulegra gagna feli í sér að trúfélög og trúboðar þeirra beri ábyrgð á meðferð persónuupplýsinga sem þeir afla þegar þeir ganga hús úr húsi.

Makedóníu boðin innganga í NATO

Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Makedóníu um inngöngu ríkisins í hernaðarbandalagið.

Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen

Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag.

Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi

Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.

„Ég vil bara faðma hann“

Faðir eins þeirra drengja sem fastir voru í hellinum segir að hann bíði eftir að fá að faðma son sinn og segja honum hvað hann sé hamingusamur að sonurinn hafi komist út heill á húfi. Faðirinn beið fyrir utan hellinn á meðan björgunaraðgerðir stóðu yfir.

Nýnasisti hlaut lífstíðardóm

Þýskur nýnasisti var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 10 manns í upphafi aldarinnar. Öll morðin eru rakin til andúðar konunnar á útlendingum.

Trump verði að virða vini sína

Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum.

Kominn til meðvitundar eftir taugaeitrun

Charlie Rowley, sem komst í snertingu við taugaeitrið Novichok, er kominn til meðvitundar eftir að hafa legið meðvitundarlaus á gjörgæsludeildinni á Spítala í Salisbury á Bretlandi frá 30. júní.

Sjá næstu 50 fréttir