Erlent

Nýnasisti hlaut lífstíðardóm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Beate Zschäpe hefur verið miðpunktur athyglinnar í hinum 5 ára löngu réttarhöldum.
Beate Zschäpe hefur verið miðpunktur athyglinnar í hinum 5 ára löngu réttarhöldum. Vísir/getty
Þýskur nýnasisti var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt 10 manns í upphafi aldarinnar. Öll morðin eru rakin til andúðar konunnar á útlendingum.

Beate Zschäpe var sakfelld fyrir að hafa á árunum 2000 til 2007 myrt átta þjóðverja af tyrkenskum uppruna, grískan ríkisborgarara og lögreglukonu. Réttarhöldin hafa alls staðið yfir í fimm ár en þó svo að fleiri meðlimir nýnasistahreyfingarnir hafi verið grunaðir um aðild að morðunum hefur Zschäpe verið miðpunktur athyglinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Lögreglumenn grunaði í fyrstu ekki að morðin tíu tengdust með nokkrum hætti. Það var ekki fyrr en að lögreglan hafði hendur í hári innbrotsþjófa árið 2011 sem hulunni var svipt af nýnasistahópnum sem staðið hafði á bakvið morðin.

Zschäpe hafði búið með tveimur mönnum, sem virðast báðir hafa svipt sig lífi. Lík þeirra fundust í brunarústum hjólhýsis. Mál Zschäpe leiddi til innri rannsóknar hjá þýsku lögreglunni þar sem leitað var svara við því hvernig tengsl morðanna gátu farið framhjá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×